Selfoss sigraði með 33 marka mun

Það er óhætt að segja að Selfoss var með yfirhöndina allan leikinn. Selfoss fékk Berserkjakonur í heimsókn í gær til sín í Set höllina. Þetta var síðasti heimaleikur Selfoss á tímabilinu.

Leikurinn fór þannig að Berserkjakonur áttu aldrei sjens. Hálfleikstölur voru 22-5 Selfoss í vil. Leikurinn endaði svo 48-15 og Selfoss er áfram taplaust á þessu tímabili.

Arna Kristín Einarsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir voru báðar með 7 mörk og þar með flest skoruð mörk í leiknum.

Áslaug Ýr Bragadóttir var með 10 bolta varða en Selfoss var með 53,1% markvörslu í þessum leik samkvæmt HBStatz.

spot_img

Svipaðar Fréttir

- Auglýsing -spot_img

Vinsælast