Í kvöld áttust við Íf Mílan og Víðir í spennandi handboltaleik í SET Höllinni. Leikurinn var mjög jafn fram að tveimur rauðum spjöldum sem fóru á loft við stöðuna 26-26. Hlynur Steinn Bogason og Orfeus Andreou fengu báðir rauð spjöld eftir að upp kom ágreiningur þegar Orfeus braut á Hlyni, sem kastaði boltanum í hann, en Orfeus svaraði með að slá Hlyn til baka eftir stympingar. Mílan náði síðan tökum á leiknum og sigraði 38-32. Hörður Másson var markahæstur fyrir Mílan með 9 mörk, á meðan Telemachos Nakos skoraði 13 mörk fyrir Víði.
Líklegt er að báðir leikmenn fari í þriggja leikja bann en aganefndin mun taka ákvörðun um það.