Á vef handbolti.is kemur fram að Danska úrvalsdeildarliðið Fredericia HK hefur staðfest að Eyjamaðurinn knái Arnór Viðarsson verði leikmaður liðsins frá og með næsta keppnistímabili. Hinn 22 ára leikmaður ÍBV hefur skrifað undir þriggja ára samning, segir í tilkynningu frá félaginu. En Guðmundur Þórður Gumundsson er þjálfari liðsins.
Arnór segir að hann “stefni á að spila með bróður sínum Elliða í framtíðinni”
ÍBV hefur sent frá sér tilkynningu um félagsskiptin:
Arnór Viðarsson hefur samið við lærisveina Guðmundar Gumundssonar, Fredericia fyrir næsta tímabil.
Arnór hefur leikið alla sína tíð með ÍBV og var bikarmeistari með liðinu 2020 og Íslandsmeistari með liðiniu núna í fyrra. Arnór var einnigi valinn Íþróttamaður ársins 2023.
Við hjá ÍBV erum ótrúlega stolt af þessu frábæra tækifæri sem Arnór er að fá. Við viljum þakka honum innilega fyrir frábæran tíma hjá ÍBV og óskum honum velfarnaðar á stóra sviðinu og munum fylgjast vel með honum þar.