Nær ÍBV að hefna sín á Haukum sem ekki vildu fresta leik

Búast má við því að eyjakonur mæti allar tilbúnar í slaginn þegar liðin eigast við í dag í Vestmannaeyjum kl. 18:30. En áður en fyrri viðureign liðanna átti að eiga sér stað, hafði Sigurður Bragason óskað eftir að honum yrði frestað vegna evrópuleiks um helgina.

ÍBV átti að spila 4 leiki á 8 dögum og samkvæmt læknisráði er það talið setja leikmenn í hættu. HSÍ og Haukar neituðu að fresta leiknum.

Leikurinn fór því fram á settum degi og ÍBV mætti með “varaliðið” sitt ef svo má segja. En margar ungar og efnilegar eyjakonur fengu að spreyta sig í leiknum þegar Haukar unnu leikinn 38-17.

Hvað gera eyjakonur í kvöld til þess að svara fyrir sig? Eða gera Haukar betur aftur?

spot_img

Svipaðar Fréttir

- Auglýsing -spot_img

Vinsælast