Dregið í undankeppni EM 2026 í dag

Á facebook síður HSÍ kemur þetta fram: Dregið í undankeppni EM 2026 í dagDregið verður í dag í Kaupmannahöfn í riðla fyrir undankeppni EM 2026 en lokakeppni mótsins fer fram í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Dregið verður í átta riðla með fjórum liðum í hverjum riðli og er Ísland í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn.

Styrkleikaflokkarnir eru eftirfarandi:

1. flokkur: Þýskaland, Spánn, Ungverjaland, Ísland, Króatía, Slóvenía, Portúgal, Holland.

2. flokkur: Austurríki, Svartfjallaland, Serbía, Pólland, Tékkland, Norður Makedónía, Færeyjar, Grikkland.

3. flokkur: Bosnía, Slóvakía, Belgía, Sviss, Rúmenía, Litáen, Úkraína, Ítalía.

4. flokkur: Finnland, Ísrael, Eistland, Georgía, Tyrkland, Lúxemborg, Kósovó, Lettland.

Gestgjafarnir Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Evrópumeistarar Frakklands taka ekki þátt í undankeppninni sem hefst í haust.

Drættinum verður streymt á RÚV.is og hefst hann kl. 15:30.

#handbolti#strakarnirokkar

spot_img

Svipaðar Fréttir

- Auglýsing -spot_img

Vinsælast