Hópurinn gegn Lúxemborg og Færeyjum

A kvenna | Æfingahópurinn gegn Lúxemborg og Færeyjum

Stelpurnar eiga fyrir höndum tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM 2024 en með sigrum þar tryggja þær sér sæti á EM sem verður haldið í lok árs í Sviss, Austurríki og Ungverjalandi. Fyrri leikur liðsins verður í Lúxemborg miðvikudaginn 3. apríl kl. 16:45. Síðari leikurinn, og sá síðasti í þessari undankeppni, verður að Ásvöllum sunnudaginn 7. apríl kl. 16:00. Frítt er á leikinn í boði Icelandair. Báðir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu hjá RÚV. 

Þjálfarateymi landsliðsins hefur valið 21 leikmann til æfinga í undirbúningi liðsins sem hefst í næstu viku hér á Íslandi.

Leikmannahópur Íslands er þannig skipaður:

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (57/2)
Hafdís Renötudóttir, Valur (56/3)
Sara Sif Helgadóttir, Valur (9/0)

Aðrir leikmenn:
Alfa Brá Hagalín, Fram (0/0)
Andrea Jakobsen, Silkeborg-Voel (50/75)
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (24/5)
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (50/68)
Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (17/39)
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (10/17)
Elísa Elíasdóttir, ÍBV (13/11)
Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (106/124)
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara (13/10)
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta (0/0)
Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (18/6)
Lilja Ágústsdóttir, Valur (22/15)
Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (46/85)
Steinunn Björnsdóttir, Fram (46/60)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (88/64)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (76/168)
Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfoss (2/1)
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (135/391)

Katla María Magnúsdóttir getur ekki tekið þátt í þessu verkefni vegna meiðsla. Þórey Anna Ásgeirsdóttir gefur ekki kost á sér.

spot_img

Svipaðar Fréttir

- Auglýsing -spot_img

Vinsælast